Goðsögur frá Kóreu og Japan er endursögn tíu valinna goðsagna á íslensku, fimm kóreskra og fimm japanskra. Sögurnar fjalla um hvernig ríki voru stofnuð og hvernig samskiptum milli guða og manna skuli vera háttað, og þær sýna heimsmynd þar sem skilin milli mannfólksins og þess guðlega eða yfirnáttúrulega eru oft óljós eða jafnvel ekki til staðar. Gerð er grein fyrir sögu og menningu landanna, sem og mismunandi landshluta, og hvernig sögurnar hafa varðveist fram á okkar daga. Hverri goðsögu fylgir einnig stutt umfjöllun. Bókin er kynning á ævafornum menningarheimum Kóreu og Japans og á ekki síður erindi við fullorðna en börn.
Unnur Bjarnadóttir þýddi og endursagði og Elías Rúni myndlýsti.
112 bls
3.990 kr.
Ævintýri frá Kóreu og Japan er endursögn tíu valinna ævintýra á íslensku, fimm kóreskra og fimm japanskra. Í þeim er að finna persónugervinga mismunandi náttúruafla, dísir og guði sem búa bæði á himnum og á sjávarbotni, og börn sem finnast inni í trjám eða ávöxtum. Hverju ævintýri fylgir stutt umfjöllun og einnig er gerð grein fyrir sögu og menningu landanna. Bókin er kynning á ævafornum menningarheimum Kóreu og Japans og á ekki síður erindi við fullorðna en börn.
Unnur Bjarnadóttir þýddi og endursagði og Elías Rúni myndlýsti.
96 bls
3.990 kr.
Sendingarkostnaður innanlands er 1.500 kr. en ókeypis heimsending innan höfuðborgarsvæðisins!
Unnur Bjarnadóttir er með BA-gráðu í japönsku máli og menningu og MA-gráðu í þýðingafræði frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hún lokið MA-gráðu í þvermenningarlegum fræðum frá Heidelberg háskóla í Þýskalandi og MA-gráðu frá University College London í asískri fornleifafræði, en í báðum skólum lagði hún áherslu á Japan og Kóreu. Hún stundaði nám við Nagoya háskóla í Japan og Seoul National University í Suður-Kóreu og talar bæði japönsku og kóresku.
Elías Rúni er myndhöfundur og grafískur hönnuður. Hann hefur myndlýst fjölda bóka á síðustu árum og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir verk sín, svo sem tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Vorvindaviðurkenningu IBBY á Íslandi, tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar og auk þess var hann valinn á heiðurslista IBBY árið 2023.